Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að samninganefnd Íslands - 269 svör fundust
Niðurstöður

Þjónar innganga Íslands mikilvægum hagsmunum ESB?

Aðild Íslands að Evrópusambandinu þjónar ákveðnum hagsmunum sambandsins. Ísland er þó bæði lítið ríki og auk þess þegar í innri markaði ESB með EES-samningnum frá árinu 1994, og því má ætla að beinir efnahagslegir hagsmunir séu takmarkaðir. ESB gæti þó haft hag af aðild Íslands að Sameiginlegri fiskveiðistefnu sam...

Hvert verður hlutverk Seðlabanka Íslands ef við göngum í ESB og tökum upp evru? - Myndband

Ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu og tæki upp evru í kjölfarið mundi Seðlabanki Íslands ekki lengur reka sjálfstæða peningastefnu. Hlutverk seðlabankans yrði að fara með framkvæmd sameiginlegrar peningamálastefnu evrusvæðisins, eftir þeim reglum og ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi Seðlabanka Evrópu....

Hvernig virkar aðildarferlið ef Ísland mundi ganga í ESB?

Samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi þurfa samþykki ráðherraráðs Evrópusambandsins, Evrópuþingsins, þjóðþinga allra aðildarríkja Evrópusambandsins og Alþingis Íslands áður en hann öðlaðist gildi. Staðfestingarferlið af Íslands hálfu yrði væntanlega framkvæmt þannig að fullmótaður aðildarsamningur y...

Hvað verður um sjávarútveg Íslendinga ef við göngum í ESB? Hvað mundi breytast?

Spurningunni um hver afdrif íslensk sjávarútvegs yrðu ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu er ekki hægt að svara með fullri vissu að svo stöddu. Enn er unnið að mótun samningsmarkmiða Íslands í sjávarútvegsmálum fyrir aðildarviðræður Íslands við ESB og viðræður um þennan kafla eru ekki hafnar. Endanlegt sva...

Um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið?

Svarið við því um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið er að finna í opinberum samningsafstöðum aðalsamninganefndar í samningsköflunum 33. Til grundvallar viðræðunum liggja réttarreglur Evrópusambandsins og að meginreglu þarf sérhvert umsóknarríki að innleiða þær í heild sinni. Það sem þarf ...

Hvaða fríverslunarsamninga hefur Ísland gert og eru þeir allir af sama tagi?

Ísland er aðili að fríverslunarsamningum við rúmlega sextíu ríki. Samningarnir eru í meginatriðum byggðir eins upp og hafa flestir þeirra komið til með samstarfi EFTA-ríkjanna. Mikilvægasti samningur Íslands og jafnframt sá víðtækasti er EES-samningurinn. *** Ísland hefur gert fríverslunarsamninga við meira ...

Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál?

ESB hefur ekki sameiginlega menntastefnu en samstarf aðildarríkjanna á sviði menntamála byggist á sameiginlegum verkefnum á grundvelli Menntaáætlunar ESB. Ísland tekur þátt í þessu samstarfi á grundvelli EES-samningsins og hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ef til aðildar...

Af hverju gerði Ísland fríverslunarsamning við Kína og um hvað snýst samningurinn?

Ísland hefur lengi sóst eftir fríverslunarsamningi við Kína til að afnema viðskiptahindranir milli ríkjanna og bæta aðgang íslenskra fyrirtækja að kínverskum markaði. Við gildistöku samningsins falla niður tollar af mikilvægustu útflutningsvörum Íslendinga til Kína og sömuleiðis af öllum innfluttum vörum frá Kína,...

Þurfum við að hætta að veiða hvali ef við göngum í ESB?

Hvalveiðar heyra undir umhverfismál hjá Evrópusambandinu og eru bannaðar samkvæmt svonefndri vistgerðartilskipun. Hið sama gildir um viðskipti með hvalaafurðir innan sambandsins. Nær öll aðildarríkin eru hlynnt banninu og ekkert þeirra stundar hvalveiðar. Það væri því ólíklegt að Ísland fengi undaþágu frá því bann...

Er fiskurinn ekki okkar mest selda vara til útlanda og þá mikið til Evrópu?

Hlutfall sjávarafurða í vöruútflutningi Íslands hefur lækkað á undanförnum árum á meðan hlutfall iðnaðarvara hefur hækkað. Árið 2011 var fjórða árið í röð þar sem meira var flutt út af iðnaðarvörum en sjávarafurðum. Útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2011 var 251,6 milljarður króna eða 40,6% af heildarverðmæti ...

Eru mörg Evrópulönd á móti því að Ísland fái aðild að ESB?

Erfitt er að vita fyrir víst hvort einhver einstök Evrópulönd hafi verið eða séu opinberlega mótfallin aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Móttökur aðildarríkja ESB við umsókn Íslands voru almennt jákvæðar þrátt fyrir deilur Íslands við tiltekin aðildarríki um makrílveiðar og Icesave-reikningana. Þó er vita...

Verða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um væntanlegan aðildarsamning Íslands að ESB ekki örugglega bindandi?

Lagalega bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi krefjast breytinga á stjórnarskránni, sem heimilar löggjafanum ekki að fela öðrum að taka ákvarðanir sem eru á hans valdsviði. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis, frá árinu 2009, segir að kjósa skuli um samninginn í þj...

Hvaða viðskiptasamningar okkar falla niður við aðild að ESB? Hvaða samningar ESB kæmu í staðinn? Hver yrðu heildaráhrifin?

Ef Ísland gengi í ESB þyrfti að segja upp stofnsáttmála EFTA (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á EFTA og ESB?) og fríverslunarsamningum sem Ísland er aðili að sem EFTA-ríki. Sömuleiðis þyrfti að segja upp tvíhliða fríverslunarsamningum og gera breytingar á öðrum gildandi viðskiptasamningum svo að þeir s...

Verður leyfilegt að flytja inn hross frá öðrum löndum ef við göngum í ESB?

Sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hefur Ísland fengið undanþágur frá öllum reglum sem gilda á svæðinu um frjálsa för lifandi dýra til landsins. Í yfirstandandi samningaviðræðum við ESB um aðild að sambandinu er sóst eftir því að þessum undanþágum verði viðhaldið. Rökin fyrir því eru sterk, eins og rakið er nán...

Verður einokun fárra fyrirtækja á fiskimiðum ekki aflétt með inngöngu í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess að þau sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi sem nú fá úthlutað mestum árlegum aflaheimildum fengju minna fyrir sinn snúð komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er vegna þess að ákvarðanir um hlutdeild innlendra útgerða í árlegum landskvóta Íslands yrðu áfram í höndum íslensk...

Leita aftur: